Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 11:36 Víðir lét Útlendingastofnun vita að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að Oscari yrði boðinn ríkisborgararéttur. Snorri sakar hann um pólitísk afskipti. Vísir/Samsett Snorri Másson, þingmaður Miðflokssins, gerir athugasemdir við vinnubrögð Víðis Reynissonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis, og sakar hann um pólitísk afskipti af máli Oscars Bocanegra með því að setja umsókn hans um ríkisborgararétt í forgang. Brottför Oscars var frestað í gær. Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira