Börnin á Gaza eru ekki í fríi Bjarni Fritzson, Blær Guðmundsdóttir, Elías Rúni Þorsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Gunnar Helgason, Linda Ólafsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir skrifa 3. júní 2025 10:31 Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun