Mátti eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa 6. júní 2025 08:01 Kristján Vilhelmsson festi línuna í varnarliðsþyrluna RAX Loðnuskipið Baldvin Þorsteinsson var á leið í land með með fullfermi í mars árið 2004 þegar net flæktist í skrúfu skipsins. Það var háflóð og stórstreymt þennan dag og skipið rak upp í Skarðsfjöru þar sem það strandaði. Við tóku miklar björgunaraðgerðir og var áhöfn skipsins komið í land með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom áhöfn Baldvins Þorsteinssonar til bjargarRAX Þyrla varnarliðsins mætti einnig á strandstað til þess að ferja toglínu út í norskan dráttarbát sem freistaði þess að koma skipinu á flot. Það var ekki hættulaust að festa línuna neðan í þyrluna því það þurfti að festa hana með höndunum og vera á milli rúllunnar með línunni og þyrlunnar. Kristján Vilhelmsson festi línuna í varnarliðsþyrluna.RAX „Þyrluflugmaðurinn má eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann þarna undir“ Þannig lýsir RAX aðstæðum en hann fór nokkrar ferðir til að mynda björgunina. Hafa þurfti hraðar hendur við björgun skipsins því að sandurinn á suðurströnd Íslands hefur gleypt fjölmörg skip sem hafa strandað á honum í gegnum tíðina. Þau eru þónokkur skipin sem hafa sokkið í sandinn á suðuströnd ÍslandsRAX Söguna af björgunarafrekinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX Augnablik - Baldvin Þorsteinsson strandar Leitin að gullskipinu Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur RAX fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Víkartindur strandar Árið 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur austan við Þjórsá. Skipið fór á hliðina og farmur skipsins var á víð og dreif um ströndina. Klippa: RAX Augnablik - Víkartindur strandar Hafrún strandar Í mars árið 1983 strandaði skipið Hafrún við Stigahlíð á Vestfjörðum. RAX fékk að fara með Landhelgisgæslunni að bjarga skipverjunum en hann fékk að sitja í franskri Puma þyrlu sem verið var að kynna fyrir gæslumönnum. Klippa: RAX augnablik - Hafrún strandar Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. RAX flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Klippa: RAX Augnablik - Þrjú skipsströnd RAX Loðnuveiðar Landhelgisgæslan Ljósmyndun Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Við tóku miklar björgunaraðgerðir og var áhöfn skipsins komið í land með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom áhöfn Baldvins Þorsteinssonar til bjargarRAX Þyrla varnarliðsins mætti einnig á strandstað til þess að ferja toglínu út í norskan dráttarbát sem freistaði þess að koma skipinu á flot. Það var ekki hættulaust að festa línuna neðan í þyrluna því það þurfti að festa hana með höndunum og vera á milli rúllunnar með línunni og þyrlunnar. Kristján Vilhelmsson festi línuna í varnarliðsþyrluna.RAX „Þyrluflugmaðurinn má eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann þarna undir“ Þannig lýsir RAX aðstæðum en hann fór nokkrar ferðir til að mynda björgunina. Hafa þurfti hraðar hendur við björgun skipsins því að sandurinn á suðurströnd Íslands hefur gleypt fjölmörg skip sem hafa strandað á honum í gegnum tíðina. Þau eru þónokkur skipin sem hafa sokkið í sandinn á suðuströnd ÍslandsRAX Söguna af björgunarafrekinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX Augnablik - Baldvin Þorsteinsson strandar Leitin að gullskipinu Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur RAX fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Víkartindur strandar Árið 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur austan við Þjórsá. Skipið fór á hliðina og farmur skipsins var á víð og dreif um ströndina. Klippa: RAX Augnablik - Víkartindur strandar Hafrún strandar Í mars árið 1983 strandaði skipið Hafrún við Stigahlíð á Vestfjörðum. RAX fékk að fara með Landhelgisgæslunni að bjarga skipverjunum en hann fékk að sitja í franskri Puma þyrlu sem verið var að kynna fyrir gæslumönnum. Klippa: RAX augnablik - Hafrún strandar Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. RAX flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Klippa: RAX Augnablik - Þrjú skipsströnd
RAX Loðnuveiðar Landhelgisgæslan Ljósmyndun Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira