Ákall Valdimar Júlíusson skrifar 2. júní 2025 09:32 Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun