Gunnar hættir sem forseti Skáksambands Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 17:01 Gunnar Björnsson hefur verið forseti Skáksambandsins síðustu sextán ár og lýkur forsetatíð sinni um miðjan mánuð. Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins. Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní. Skák Tímamót Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira
Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní.
Skák Tímamót Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira