„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 12:32 Höskuldur í leik gegn KR. Vísir/Diego Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út. Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira