„Eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:34 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með andann og orkuna í sínu liði í dag sem vann 4-2 sigur á KR í bestu deildinni. Hann svaraði einnig til um möguleikana á því að Steven Caulker gengi í raðir Garðabæjarliðsins en Caulker var mættur í stúkuna á Samsung-vellinum í kvöld. „Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu. Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
„Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu.
Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira