Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar