Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 27. maí 2025 08:32 Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Reglur sem ætlað er að stuðla að samræmingu og einfaldleika á innri markaði Evrópu verða hér oft og tíðum að mikilli byrði fyrir allt okkar samfélag. Árið 2024 skilaði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins fimm skýrum tillögum til að vinda ofan af þessari þróun. Þar er meðal annars lögð áhersla á að þingsköpum Alþingis verði breytt þannig að meginreglan verði sú að ekki sé gengið lengra en lágmarkskröfur EES krefjast, nema skýr rök liggi fyrir. Tilvalið væri að nýta aðstoð gervigreindar til að greina snögglega hvar hefur verið farið fram með íþyngjandi hætti umfram lágmarkskröfur EES gerða – líkt og fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði í hyggju á síðasta kjörtímabili. Ég hef sem varaþingmaður lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra hvað þetta varðar, annars vegar um stefnu í afhúðun regluverks umfram EES gerðir og stefnumótandi vinnubrögð hér eftir á Alþingi Íslendinga við yfirfærslu EES gerða á okkar samfélag. Tími er kominn til að létta þessari ósanngjörnu byrði af fólki, fyrirtækjum og stjórnsýslunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Reglur sem ætlað er að stuðla að samræmingu og einfaldleika á innri markaði Evrópu verða hér oft og tíðum að mikilli byrði fyrir allt okkar samfélag. Árið 2024 skilaði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins fimm skýrum tillögum til að vinda ofan af þessari þróun. Þar er meðal annars lögð áhersla á að þingsköpum Alþingis verði breytt þannig að meginreglan verði sú að ekki sé gengið lengra en lágmarkskröfur EES krefjast, nema skýr rök liggi fyrir. Tilvalið væri að nýta aðstoð gervigreindar til að greina snögglega hvar hefur verið farið fram með íþyngjandi hætti umfram lágmarkskröfur EES gerða – líkt og fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði í hyggju á síðasta kjörtímabili. Ég hef sem varaþingmaður lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra hvað þetta varðar, annars vegar um stefnu í afhúðun regluverks umfram EES gerðir og stefnumótandi vinnubrögð hér eftir á Alþingi Íslendinga við yfirfærslu EES gerða á okkar samfélag. Tími er kominn til að létta þessari ósanngjörnu byrði af fólki, fyrirtækjum og stjórnsýslunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar