Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. maí 2025 14:18 Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun