Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 14:05 Alma segir tilvísanakerfið hafa leitt til þess að börn efnaminni fjölskyldna biðu á meðan börn efnameiri fjölskyldna fengu þjónustu fyrr því hægt var að greiða fyrir hana. Vísir/Vilhelm Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur afnumið tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Samhliða verður skipaður starfshópur til að móta tillögur um hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Formaður Félags heimilislækna fagnar ákvörðuninni. Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira