Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 07:06 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki sáttur með framferði Pútín Rússlandsforseta og segist íhuga refsiaðgerðir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni. Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni.
Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira