#blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:02 Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Meta Facebook X (Twitter) Fjölmiðlar Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun