Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Árni Sæberg skrifar 23. maí 2025 16:58 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur um áfrýjunarleyfi á dómi Landsréttar, þar sem hún var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að myrða sambýlismann sinn. Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15
Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20
Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00