Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2025 10:31 Reynir (t.v.) kyssir Íslandsmeistarabikarinn. Vísir/Anton Brink Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira