Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2025 10:31 Reynir (t.v.) kyssir Íslandsmeistarabikarinn. Vísir/Anton Brink Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Sjá meira
Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Sjá meira