Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 14:30 Ingunn Jónsdóttir starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio en opnaði svo frjósemisstofnuna Sunnu. Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio. Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða. Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða.
Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira