Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 09:46 Meirihluti svarenda í nýrri könnun Maskínu segist styðja ríkisstjórnarflokkana þrjá, örlítið hærra hlutfall en kaus þá í nóvember. Vísir Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember. Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember.
Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira