Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. maí 2025 09:02 Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar