Innlent

Grímur sjálf­kjörinn í sæti Ingvars

Árni Sæberg skrifar
Grímur Grímsson lítur á forseta Alþingis. Hann mun senn taka sæti við borð hans.
Grímur Grímsson lítur á forseta Alþingis. Hann mun senn taka sæti við borð hans. Vísir/Vilhelm

Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð.

Þetta kom fram á þingfundi í dag. Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, tilkynnti að henni hefði aðeins borist ein tilnefning. Hún hafi verið um Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar.

„Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal, lýsi ég Grím Grímsson réttkjörinn sem annan varaforseta Alþingis og óska honum til hamingju með kosninguna og allra heilla í starfi.“

Grímur tekur við af Ingvari Þóroddssyni, sem greindi frá því í morgun að hann hefði tekið sér leyfi frá þingstörfum til þess að fara í áfengismeðferð á Vogi.

„Ég ætla að sigrast á þessum djöfli, svo mér geti liðið vel með sjálfan mig og lífið á ný,“ skrifaði hann á Facebook í morgun. Norðausturkjördæmi muni á meðan eiga öflugan fulltrúa í Heiðu Ingimarsdóttur sem Ingvar er viss um að muni standa sig með glæsibrag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×