Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 14:55 Einar Bárðarson er nýr framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir. Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir.
Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31