Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 18:01 Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun