Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 12:01 Gugga í gúmmíbát deilir góðum ráðum um hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik. Instagram Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik. Gugga í gúmmíbát skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum sem áhrifavaldur og er ein sú vinsælasta hérlendis á samfélagsmiðlinum Instagram með rúmlega 28 þúsund fylgjendur. Hún og Patrekur Jaime hafa sést á flestum leikum Stjörnunnar síðustu mánuði og þau skilja skvísulætin ekki eftir heima. „Ég myndi náttúrulega hiklaust segja að það megi alltaf fara alla leið með skvísulætin sama hvar maður er,“ segir Gugga í samtali við blaðamann. Rapparinn Rapper Gucci Mane og eiginkona hans Keyshia KaOir mjög smart á körfuboltaleik Boston Celtics og Denver Nuggets í Boston. Winslow Townson/Getty Images „Að mínu mati einkennist körfuboltatískan af töff flíkum, smá svona götustíl (e. street wear) í bland við smá lúxus líka, sérstaklega ef þú ert á gólfinu eða situr „courtside“ eins og stórstjörnurnar gera úti. Það er gaman að leggja smá áherslu á streetwear, kúl og þægileg föt. Til dæmis fara í góðar gallabuxur og blanda því svo við eitthvað skemmtilegt eins og áberandi jakka, sólgleraugu eða skó. Það er gott að velja eitthvað svona eitt í klæðnaðinum sem vekur athygli. Það er náttúrulega alltaf kúl að mæta í treyju og sérstaklega ef maður finnur „vintage“ treyju, þá ertu í geggjuðum málum. Svo má auðvitað leika sér með litina, taka litina sem eru í stíl við liðið sem þú styður og finna skemmtilega leið til að setja saman flíkur sem passa við þá. Skemmtilegast af öllu er svo auðvitað að líða vel í því sem þú ert og fara þínar eigin leiðir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar fer fram í Síkinu á Sauðárkróki klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tíska og hönnun Körfubolti Stjarnan Tindastóll Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Gugga í gúmmíbát skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum sem áhrifavaldur og er ein sú vinsælasta hérlendis á samfélagsmiðlinum Instagram með rúmlega 28 þúsund fylgjendur. Hún og Patrekur Jaime hafa sést á flestum leikum Stjörnunnar síðustu mánuði og þau skilja skvísulætin ekki eftir heima. „Ég myndi náttúrulega hiklaust segja að það megi alltaf fara alla leið með skvísulætin sama hvar maður er,“ segir Gugga í samtali við blaðamann. Rapparinn Rapper Gucci Mane og eiginkona hans Keyshia KaOir mjög smart á körfuboltaleik Boston Celtics og Denver Nuggets í Boston. Winslow Townson/Getty Images „Að mínu mati einkennist körfuboltatískan af töff flíkum, smá svona götustíl (e. street wear) í bland við smá lúxus líka, sérstaklega ef þú ert á gólfinu eða situr „courtside“ eins og stórstjörnurnar gera úti. Það er gaman að leggja smá áherslu á streetwear, kúl og þægileg föt. Til dæmis fara í góðar gallabuxur og blanda því svo við eitthvað skemmtilegt eins og áberandi jakka, sólgleraugu eða skó. Það er gott að velja eitthvað svona eitt í klæðnaðinum sem vekur athygli. Það er náttúrulega alltaf kúl að mæta í treyju og sérstaklega ef maður finnur „vintage“ treyju, þá ertu í geggjuðum málum. Svo má auðvitað leika sér með litina, taka litina sem eru í stíl við liðið sem þú styður og finna skemmtilega leið til að setja saman flíkur sem passa við þá. Skemmtilegast af öllu er svo auðvitað að líða vel í því sem þú ert og fara þínar eigin leiðir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar fer fram í Síkinu á Sauðárkróki klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Tíska og hönnun Körfubolti Stjarnan Tindastóll Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira