Erlent

Innsetningarmessa Leós páfá

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Leó fjórtándi vígður í embætti páfa.
Leó fjórtándi vígður í embætti páfa. AP

Leó fjórtándi verður vígður sem páfi í dag í messu á Péturstorgi sem markar formlegt upphaf páfatíðar hans. Áður en messan hófst heilsaði hann tugþúsundum ferðamanna í bílferð um Péturstorg á Páfabílnum. Í messunni sagði páfinn að í heiminum væru of mörg sár vegna haturs og ofbeldis.

Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost var kjörinn páfi 8. maí síðastliðinn er 69 ára gamall og er fyrsti bandaríski páfinn og jafnframt fyrsti páfinn sem kennir sig við reglu heilags Ágústínusar.

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, er meðal embættismanna sem verða viðstaddir messuna, en hann snerist til kaþólskrar trúar árið 2019.

Í messunni verður Leó fjórtándi formlega settur í embætti og fær sinn páfahring, áður en hann flytur sína fyrstu predikun.

„Byggjum nýjan heim friðar“

Páfi sagðist fullur þakklætis þegar hann hóf predikun sína fyrir framan 250.000 manns sem saman voru komin að fylgjast með messunni. Hann lagði áherslu á að hlutverk kirkjunnar væri að dreifa kærleiksboðskap.

„Drottinn vill að við séum sameinuð, sem ein fjölskylda. Hann yfirgefur aldrei fólkið sitt, hann gætir þeirra eins og hirðir gætir hjarðar sinnar.“

Þá sagði hann að í heiminum væru of mörg sár sökum haturs, ofbeldis og fordóma. Hann sagði að kaþólska kirkjan ætti að leitast eftir því að sameina fólk og stuðla að friði.

JD og Usha Vance sóttu messuna.AP

Tengdar fréttir

Hvað vitum við um Leó páfa?

Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. í röðinni, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×