Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2025 12:40 George Simion, leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, greiðir atkvæði. AP Seinni umferð forsetakosninganna í Rúmeníu fer fram í dag en þar etja þeir kappi George Simion og Nicusor Dan, sem voru hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 4. maí síðastliðinn. Sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion. Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion.
Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56
Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32
Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“