Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 16:33 Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs, á frumsýningu í Los Angeles árið 2017. AP/Chris Pizzello Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin. Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt. Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt.
Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira