Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 16:33 Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs, á frumsýningu í Los Angeles árið 2017. AP/Chris Pizzello Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin. Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt. Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt.
Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira