Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 21:04 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir ríkið fyrst og fremst bera ábyrgð í máli manns sem hefur haldið íbúm Hverfisgötu í heljargreipum. Vísir/Ívar Fannar Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna. Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna.
Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27