Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira