Lífið

Börn í Laugar­dal fögnuðu fjöl­breyti­leikanum í ár­legri gleði­göngu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Börnin fengu aðstoð lögreglunnar við að komast yfir Suðurlandsbraut í leikskólann Laugasól sem staðsettur er að hluta í Safamýri.
Börnin fengu aðstoð lögreglunnar við að komast yfir Suðurlandsbraut í leikskólann Laugasól sem staðsettur er að hluta í Safamýri.

Árleg gleðiganga fjögurra leik- og grunnskóla í Laugardal fór fram í dag í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks þann 17. maí.

Börn úr leikskólunum Hofi og Laugasól og börn úr Laugarnes- og Laugalækjarskóla tóku þátt í göngunni ásamt starfsfólki og fjölda foreldra.

Gleðigangan er hápunktur gleðiviku sem skólarnir hafa allir haldið upp á alla vikuna og er hluti af regnbogavottun skólanna. Í gleðiviku fagna þau fjölbreytileikanum, gleðinni og að þau eru eins og þau eru eins og sungið er um í lagi Hinsegin daga árið 2019. 

Gengið var frá hverju skólahúsnæði og á Þróttaravöllinn. Hulda Margrét, nemandi í Laugalækjarskóla, söng lagið Skínum skært sem var lokalag Krakkaskaupsins og Páll Óskar flutti þrjú lög. Allt fyrir ástina, Ég er eins og ég er og Gordjöss.

Páll Óskar skemmti við lok göngunnar. Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.