Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2025 11:53 Sigríður Á Andersen spurði Ingu Sæland út í tvö atriði sem varða embættisfærslur félagsmálaráðherra en fékk ef til vill ekki þau svör sem hún hafði búist við. vísir/vilhelm Heitt var í kolum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þingheimur sat þrumu lostinn og hlustaði á Ingu Sæland félagsmálaráðherra lesa Sigríði Á Andersen, þingmanni Miðflokksins, pistilinn. Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00