Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 09:06 Karim Khan, yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins, sem sætir bandarískum refsiaðgerðum vegna handtökuskipunar sem var gefin út á hendur leiðtogum Ísraels. AP/Marwan Ali Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim. Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim.
Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira