Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. maí 2025 19:04 Íbúðin er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. vísir/bjarni Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn. Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira