Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2025 16:37 Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp störfum eftir fund með Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra þar sem hún tjáði honum að hún hyggist auglýsa stöðu hans. Honum væri frjálst að sækja um en Úlfar túlkaði það sem uppsögn. vísir/vilhelm Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar telur hins vegar hér um að ræða ósmekklegt pólitískt moldviðri sem minnihlutinn sé að þyrla upp. Þessi umræða fór fram undir liðnum um fundarstjórn forseta síðdegis en það var Bergþór Ólason Miðflokki sem reið á vaðið. Hann hafði áður vikið að þessu sama máli í dagskrárliðnum um störf þingsins. Hann sagði að mörgum hafi komið á óvart þegar tilkynnt var að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi verið auglýst og enn meira svo þegar vísað var í pólitískar áherslubreytingar sem Þorbjörg Sigríður vilji ráðast í. Bergþór segir eðlilegt að menn vilji tengja þetta því að Úlfar hefur tjáð sig afdráttarlaust um þá „alvarlegu stöðu sem er að teknast upp á landamærum.“ Vilja vita um hinar pólitísku stefnubreytingar Bergþór óskaði eftir því að forseti myndi sjá til þess að svigrúm gæfist á þinginu til að ræða málið. „Staðan á landamærunum er verri en hún þarf að vera og þegar breytingar eru gerðar með þessum hætti að við séum í það minnsta meðvituð um þær breytingar sem dómsmálaráðherra hyggst ráðast í.“ Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, er sannfærður um að afdráttarlaus orð Úlfars um alvarlegt ástand á landamærum megi beintengja við ákvörðun ráðherra að vilja nú auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. En í hana er skipað til fimm ára í senn.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokki mætti því næst í pontu og sagðist almennt hlynnt því að stöður væru auglýstar og þær endurskoðaðar en það vekti óneitanlega athygli þegar þetta beri að með þessum hætti. „Þar sem segir að ákvörðunin byggi á pólitískum áherslum ríkisstjórnarinnar. Því spyr maður: Hann hefur lýst skoðun sinni á ástandinu en einhverjir gætu túlkað þetta sem þöggun.“ Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir þetta sem og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur taldi nauðsynlegt að ræða við ráðherra um að til standi að breyta hlutunum og ástæðan sé pólitísk. Segja minnihlutan vilja þyrla upp pólitísku moldviðri Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki tók heilshugar undir með félögum sínum; að myndað verði pláss í dagskrá til að hæstvirtur dómsmálaráðherra geti gert þinginu og þjóðinni grein fyrir því hvers vegna nauðsynlegt er að skipta um lögreglustjóra á Suðurnesjum. „Hvort þetta sé væntanlegt ráðslag að víkja mönnum frá vegna pólitískra áherslna? Hvað sendur til? Þessu þarf dómsmálaráðherra að gera þinginu grein fyrir.“ Þá var Sigmar Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, nóg boðið. Hann reis flokksystur sinni dómsmálaráðherra til varnar og sagði það ósmekklegt af hálfu þingmanna Miðflokksins að segja að hér væri um einhvers konar pólitíska aðför að ræða. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarliði, taldi einsýnt að þingmenn minnihlutans væru að gera lítið úr Úlfari með því að halda því fram að hann hefði verið rekinn.vísir/vilhelm Fullkomlega eðlilegt væri að staðan væri auglýst og það hafi komið skýrt fram í máli ráðherra. Þetta hafi ekkert með frammistöðu lögreglustjóra að gera og ósmekklegt að leggja orð í mun dómsmálaráðherra. „Að búa til pólitík úr því er dapurlegt. Kæmi mér á óvart ef ekki væri vænn meirihluti fyrir því á þinginu að staðan væri ekki auglýst.“ Og Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingu mætti einnig í pontu og sagðist hreint út sagt hissa að heyra minnihlutann vega með þessum hætti að embættismanni með því að halda því frama að honum hafi verið vikið úr starfi?! Verið væri að fylgja lögum og hann gerði alvarlegar athugasemdir við þetta, hann óskaði eftir því að þingmenn bæru virðingu fyrir borgurum landsins. Alþingi Viðreisn Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar telur hins vegar hér um að ræða ósmekklegt pólitískt moldviðri sem minnihlutinn sé að þyrla upp. Þessi umræða fór fram undir liðnum um fundarstjórn forseta síðdegis en það var Bergþór Ólason Miðflokki sem reið á vaðið. Hann hafði áður vikið að þessu sama máli í dagskrárliðnum um störf þingsins. Hann sagði að mörgum hafi komið á óvart þegar tilkynnt var að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi verið auglýst og enn meira svo þegar vísað var í pólitískar áherslubreytingar sem Þorbjörg Sigríður vilji ráðast í. Bergþór segir eðlilegt að menn vilji tengja þetta því að Úlfar hefur tjáð sig afdráttarlaust um þá „alvarlegu stöðu sem er að teknast upp á landamærum.“ Vilja vita um hinar pólitísku stefnubreytingar Bergþór óskaði eftir því að forseti myndi sjá til þess að svigrúm gæfist á þinginu til að ræða málið. „Staðan á landamærunum er verri en hún þarf að vera og þegar breytingar eru gerðar með þessum hætti að við séum í það minnsta meðvituð um þær breytingar sem dómsmálaráðherra hyggst ráðast í.“ Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, er sannfærður um að afdráttarlaus orð Úlfars um alvarlegt ástand á landamærum megi beintengja við ákvörðun ráðherra að vilja nú auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. En í hana er skipað til fimm ára í senn.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokki mætti því næst í pontu og sagðist almennt hlynnt því að stöður væru auglýstar og þær endurskoðaðar en það vekti óneitanlega athygli þegar þetta beri að með þessum hætti. „Þar sem segir að ákvörðunin byggi á pólitískum áherslum ríkisstjórnarinnar. Því spyr maður: Hann hefur lýst skoðun sinni á ástandinu en einhverjir gætu túlkað þetta sem þöggun.“ Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir þetta sem og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur taldi nauðsynlegt að ræða við ráðherra um að til standi að breyta hlutunum og ástæðan sé pólitísk. Segja minnihlutan vilja þyrla upp pólitísku moldviðri Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki tók heilshugar undir með félögum sínum; að myndað verði pláss í dagskrá til að hæstvirtur dómsmálaráðherra geti gert þinginu og þjóðinni grein fyrir því hvers vegna nauðsynlegt er að skipta um lögreglustjóra á Suðurnesjum. „Hvort þetta sé væntanlegt ráðslag að víkja mönnum frá vegna pólitískra áherslna? Hvað sendur til? Þessu þarf dómsmálaráðherra að gera þinginu grein fyrir.“ Þá var Sigmar Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, nóg boðið. Hann reis flokksystur sinni dómsmálaráðherra til varnar og sagði það ósmekklegt af hálfu þingmanna Miðflokksins að segja að hér væri um einhvers konar pólitíska aðför að ræða. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarliði, taldi einsýnt að þingmenn minnihlutans væru að gera lítið úr Úlfari með því að halda því fram að hann hefði verið rekinn.vísir/vilhelm Fullkomlega eðlilegt væri að staðan væri auglýst og það hafi komið skýrt fram í máli ráðherra. Þetta hafi ekkert með frammistöðu lögreglustjóra að gera og ósmekklegt að leggja orð í mun dómsmálaráðherra. „Að búa til pólitík úr því er dapurlegt. Kæmi mér á óvart ef ekki væri vænn meirihluti fyrir því á þinginu að staðan væri ekki auglýst.“ Og Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingu mætti einnig í pontu og sagðist hreint út sagt hissa að heyra minnihlutann vega með þessum hætti að embættismanni með því að halda því frama að honum hafi verið vikið úr starfi?! Verið væri að fylgja lögum og hann gerði alvarlegar athugasemdir við þetta, hann óskaði eftir því að þingmenn bæru virðingu fyrir borgurum landsins.
Alþingi Viðreisn Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira