Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2025 19:03 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Bjarni Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Sjá meira
Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Sjá meira
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur