Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2025 19:03 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Bjarni Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38