Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 17:02 Íbúar eru forvitnir um opnun verslunarinnar. Vísir/Ívar Fannar Verslun Nettó í Glæsibæ verður að öllum líkindum opnuð á morgun. Tafir hafa verið á opnun verslunarinnar vegna þess að sækja þurfti um nýtt starfsleyfi í kjölfar þess að milliveggur var rifinn niður til að stækka verslunina. „Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga. Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga.
Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44