Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. maí 2025 13:01 Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun