Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun