„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 12:00 Ægir Þór Steinarsson að rífa Hilmar Smára Henningsson upp Vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum. „Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
„Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti