Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 20:50 45 barnanna voru á leikskólanum Mánagarði. Vísir/Einar 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. „Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira