Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 23:32 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Vísir/ívar Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur. Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur.
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira