Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 21:58 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Vísir/Einar Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Verkefnastjóri segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum. Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira