Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 17:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Daniel Ryfa og Lukasz Dokudowicz, hafa hvor um sig verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en þeir höfðu í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira