Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 15:42 Alice Weidel, leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland. Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. AfD, sem er lengst til hægri af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu og aðrir flokkar neita að vinna með, fór fram á lögbann á skilgreiningu leyniþjónustunnar á honum sem öfgasamtökum. Krafan er til meðferðar hjá stjórnsýsludómstóli í Köln, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með því að skilgreina flokka sem öfgasamtök fær leyniþjónustan auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru taldir ógn við lýðræði í landinu. Leyniþjónustan telur AfD aðhyllast kynþáttahyggju og hatast við múslima. Leiðtogar AfD fögnuðu því að leyniþjónustan ætlaði að bíða með að stimpla flokkinn öfgasamtök. Það væri fyrsta skrefið að því að flokkurinn yrði hreinsaður af sök. AfD hefur áður tapað máli þar sem flokkurinn barðist gegn því að ungliðahreyfing sín yrði flokkuð sem öfgahægrisamtök. Flokkurinn hefur meðal annars boðað fjöldabrottvísanir innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til landa þar sem múslimar eru í meirihluta. Þá aðhyllist hann svipaða stefnu og margir aðrir hægriþjóðernispopúlistaflokkar í Evrópu sem byggir meðal annars á andstöðu við Evrópusambandið og loftslagsaðgerðir. Vegna þessa samhljóms við repúblikana í Bandaríkjunum hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar deilt hart á þýsk stjórnvöld fyrir fyrirætlanir leyniþjónustunnar um að flokka AfD sem öfgasamtök. Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hótaði því í gær að láta bandarísku leyniþjónustuna hætta að deila upplýsingum með þeirri þýsku vegna málsins. Þýskaland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
AfD, sem er lengst til hægri af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu og aðrir flokkar neita að vinna með, fór fram á lögbann á skilgreiningu leyniþjónustunnar á honum sem öfgasamtökum. Krafan er til meðferðar hjá stjórnsýsludómstóli í Köln, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með því að skilgreina flokka sem öfgasamtök fær leyniþjónustan auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru taldir ógn við lýðræði í landinu. Leyniþjónustan telur AfD aðhyllast kynþáttahyggju og hatast við múslima. Leiðtogar AfD fögnuðu því að leyniþjónustan ætlaði að bíða með að stimpla flokkinn öfgasamtök. Það væri fyrsta skrefið að því að flokkurinn yrði hreinsaður af sök. AfD hefur áður tapað máli þar sem flokkurinn barðist gegn því að ungliðahreyfing sín yrði flokkuð sem öfgahægrisamtök. Flokkurinn hefur meðal annars boðað fjöldabrottvísanir innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til landa þar sem múslimar eru í meirihluta. Þá aðhyllist hann svipaða stefnu og margir aðrir hægriþjóðernispopúlistaflokkar í Evrópu sem byggir meðal annars á andstöðu við Evrópusambandið og loftslagsaðgerðir. Vegna þessa samhljóms við repúblikana í Bandaríkjunum hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar deilt hart á þýsk stjórnvöld fyrir fyrirætlanir leyniþjónustunnar um að flokka AfD sem öfgasamtök. Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hótaði því í gær að láta bandarísku leyniþjónustuna hætta að deila upplýsingum með þeirri þýsku vegna málsins.
Þýskaland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira