Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Árni Jóhannsson skrifar 7. maí 2025 22:18 Þjálfari Njarðvíkinga Einar Árni Jóhannsson hafði í nægu að snúast. Vísir / Jón Gautur Hannesson Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30