Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 20:06 Nýr forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, hélt á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann.
Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33
Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00