Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2025 19:03 Sigurbjörg segir daginn í dag hafa verið ógeðslegan. Hún viti ekkert hvað bíði hennar. Vísir/Ívar Fannar Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40