Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2025 19:03 Sigurbjörg segir daginn í dag hafa verið ógeðslegan. Hún viti ekkert hvað bíði hennar. Vísir/Ívar Fannar Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent