Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:39 Grafalvarlegt ástand ríkir nú meðal annars á Gasaströndinni í Palestínu. AP/Abdel Kareem Hana Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen. Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira
Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira