Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2025 11:30 Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun