Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2025 20:03 Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti, sem var ein af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets Árborg Orkumál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets
Árborg Orkumál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira